Umsjón

Umsjón

Kerfið

Umsjón er nýtt kerfi sem gjörbyltir starfi verktaka, sparar þeim dýrmætan tíma og tryggir hagræðingu í rekstri.

Verktaki fyllir inn nafn og verð fyrir þá þjónustu sem hann veitir og kerfið man þær breytur í sérstökum einingum sem raðast upp þegar nýtt tilboð er sett upp.

Verktaki mætir á staðinn til tilvonandi viðskiptavinar. Viðskiptavinurinn þylur upp það sem gera þarf á staðnum og ef verktaki er með snjallsíma eða snjallbretti í hönd getur hann umsvifalaust tekið út verkið og fyllt út allar upplýsingar í Umsjón.

Þegar að allar upplýsingar um verkið eru komnar inn í Umsjón býr kerfið til löglegt tilboð sem hægt er að senda beint á viðskiptavininn í gegnum kerfið.

Ef tilboð er samþykkt er það gert með því að einfaldlega smella á samþykkja hnapp sem fylgir tilboðinu þá fær það sérstakan stað í Umsjón og verktaki getur hafist handa við að raða verkinu inn á verk tímalínuna í kerfinu.

Þegar að verkinu er lokið getur verktakinn síðan með nokkrum smellum sent löglegan reikning úr kerfinu á viðskiptavininn ásamt bókara/endurskoðanda á formi sem talar við bókhaldskerfi.

Gleymum heldur ekki stjórnborði Umsjónar sem er einstaklega notendavænt. Þar getur verktaki fylgst með þeim verkefnum sem eru á döfinni, séð yfirlit yfir öll tilboð, hvort sem þau eru samþykkt eður ei og séð hvernig verkum miðar áfram.

Meiri tími, minna vesen, fullkomin yfirsýn - Það er Umsjón.